top of page

UM OKKUR

H.Jónsson réttingar og sprautun samanstendur af áratuga reynslu fagmanna í bílaréttingum og bílasprautun og hefur staðist allar úttektir til að vera viðurkennt réttinga- og sprautuverkstæði með starfssaminga við öll tryggingafélögin. Til þess þarf að vera til staðar viðurkenndur tækjabúnaður, réttindi og starfsreynsla starfsmanna. Að þessu uppfyltu getum við staðist allar kröfur bílaframleiðanda varðandi viðunandi viðgerðir til að viðhalda verksmiðjuábyrgð.

 

H.Jónsson ehf. var stofnað árið 1993 af Hilmari Jónssyni bifreiðasmíðameistara og rak hann það allt til ársins 2020, þegar hann seldi það í hendur nýrra eiganda. Hilmar er natinn bifreiðasmiður og málari og rak fyrirtækið svo sómi var af og skapaði sér gott orðspor, sem nýr eigandi nýtur góðs af og leggjum við okkur öll fram við að halda því góða orðspori og veita sömu góðu þjónustuna sem Hilmar var þekktur fyrir.

H.Jónsson ehf. er enn fjölskyldufyrirtæki sem vill sækja fram og vill vera meðal þeirra fremstu í gæðum, vinnubrögðum og tækjakosti til að veita þá allra bestu þjónustu sem viðskiptavinir okkar og tryggingafélaganna eiga rétt á.

Hafa samband
Sendu okkur skilaboð og við höfum
samband við fyrsta tækifæri eða
hringdu í síma 587 2286 

Thanks for submitting!

Painting a Car
bottom of page